Hinn fimmtán ára gamli Orri Steinn Óskarsson er á leið til danska stórliðsins FCK en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.
Orri Steinn skoraði fyrsta mark Gróttu í dag er liðið vann 4-0 sigur á Haukum og tryggði sér þar með gullið í Inkasso-deildinni og sæti í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð.
Orri er einungis fimmtán ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið sautján leiki í meistaraflokki og skorað í þeim fjögur mörk.
Hann spilaði ellefu leiki með Gróttu í Inkasso-deildinni í sumar og hans eina mark kom í leiknum mikilvæga gegn Haukum í dag.
Á síðasta ári stal hann fyrirsögnunum er hann skoraði tvö mörk í leik gegn Hetti, þá aðeins þrettán.
Orri á tíu leiki að baki fyrir U15 og U16-ára landslið Íslands og hans tölfræði er ótrúlega góð því hann hefur skorað fimmtán mörk í leikjunum tíu.
Ytra mun Orri væntanlega ganga í raðir U17 eða U19-ára lið félagsins en Kristall Máni Ingason og Hákon Arnar Haraldsson eru nú þegar í akademíu félagsins.
Segja fimmtán ára son Óskars Hrafns á leið til FCK
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti




