Hannes hjólar í Ingibjörgu og Jón Ásgeir vegna skopmyndar í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 12:33 Skopmyndin af Hannesi sést hér til vinstri. Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir sjást hér til hægri. Mynd/Samsett Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor beinir nú spjótum sínum að hjónunum og kaupsýslumönnunum Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna skopmyndar af Hannesi sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Umrædd mynd sýnir Hannes standandi á, að því er virðist, ruslaeyju úti á reginhafi. „Sjáiði ekki hvað við höfum gert mikið fyrir komandi kynslóðir,“ segir Hannes á myndinni og baðar út höndunum. Um er að ræða vísun í tíst Hannesar um baráttukonuna Gretu Thunberg, sem hann birti í liðinni viku. „Greta Thunberg segir að hún tali fyrir komandi kynslóðir. Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert. Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt,“ skrifaði Hannes, og uppskar blendin viðbrögð.Hannes birtir myndina í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og fettir fingur út í „fjáraflamennina sem reka Fréttablaðið.“ Þar á hann við áðurnefnd Ingibjörgu og Jón Ásgeir en Ingibjörg á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, á móti Helga Magnússyni.Skjáskot/FacebookHannes sakar Ingibjörgu og Jón Ásgeir um að siga starfsliði blaðsins á sig. Þá virðist hann einnig saka þau um hræsni, ef marka má vangaveltur Hannesar um kolefnisfótspor hjónanna. „En hvað skyldi einkaþota þeirra Ingibjargar og Jóns Ásgeirs hafa skilið eftir sig mörg kolefnisspor? Eða lystisnekkjan? Eða glæsikerrurnar? Af hverju eru engar teikningar gerðar af því, heldur aðeins af einum óbreyttum opinberum starfsmanni, sem aldrei hefur losað neinn koltvísýring í andrúmsloftið, svo að heitið geti?“ Í dag hefur Hannes svo birt fjölda mynda af „þessum kostnaðarsömu leiktækjum fjáraflamanna á Fréttablaðinu“. Hannes beinir sjónum sínum einkum að OneOOne, 50 metra langri lystisnekkju Jóns Ásgeirs og Ingibjargar sem þau seldu árið 2009 eftir efnahagshrunið. „Teiknarar Fréttablaðsins draga ekki upp mynd af kolefnissporunum frá þessari lystisnekkju!“ skrifar Hannes m.a. í færslum sínum um snekkjuna.Skjáskot/FacebookSkjáskot/FacebookHann veltir svo upp sömu spurningu í færslum með myndum af einkaþotu og lúxusíbúð hjónanna í New York, sem einnig voru seldar eftir hrun. Fleiri færslur Hannesar af sama meiði má nálgast á Facebook-síðu hans.Skjáskot/FacebookSkjáskot/Facebook
Fjölmiðlar Loftslagsmál Tengdar fréttir Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43 Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Sjá meira
Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. 5. október 2019 09:43
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50