Börnin hanga á skjánum en hafa ekki aldur til Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2019 09:30 Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira