Byggt og byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2019 19:15 Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári. Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári.
Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira