Frændur andspænis í óguðlegu samstarfi Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. október 2019 14:00 Þrándur Þórarinsson og (Þórarinn) Hugleikur Dagsson opna Andspænis í Gallery Porti í dag. Fréttablaðið/Valli Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira