Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2019 08:13 Eystri Rangá er aflahæst laxveiðiánna í sumar. Mynd: ranga.is Laxveiðitímabilið er að enda komið í sjálfbæru og náttúrulegu ánum en áfram er veitt þar sem göngum er haldið við með hafbeit. Þetta sumar var, eins og allir veiðimenn upplifðu, ansi erfitt vegna þurrka og undir meðallagi stærð á göngum en það sem bjargaði lokatölum úr mörgum ánum var góður endasprettur eftir að það fór að rigna. En rigningin hætti bara ekki og árnar voru ekki í veiðanlegu vatni nema í 2-3 vikur og þá voru þær allmargar komnar í flóð saman ber árnar á vesturlandi. Ef við lítum yfir veiðitölur af vef Landssambands Veiðifélaga þá er Eystri Rangá aflahæst í sumar með 2.978 laxa og hún á eftir að fara yfir 3.000 laxa, það er nokkuð ljóst. Hún er þá eina áin sem nær því í sumar að fara yfir 2.000 laxa. Það endurspeglar aðeins ástandið. Hún er næstum því helmingi hærri en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en það er ljóst að eitthvað hefur gerst í sleppingum þar á bæ því 1.626 laxar er lélegasta veiði í ánni sem við fáum uppgefna frá árinu 2006. Miðfjarðará er hæst af náttúrulegu ánum með 1.606 laxa. Hún hefði alveg farið yfir 2.000 laxa ef ekki hefði verið jafn lítið vatn í henni lengst af í sumar því það var nóg af laxi í henni. Þverá og Kjarrá áttu góðann lokasprett og enda í 1.133 löxum og það sama má segja um Laxá á Ásum sem endar í 807 löxum sem er 105 löxum meira en í fyrrasumar. Listinn í heild sinni er á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Laxveiðitímabilið er að enda komið í sjálfbæru og náttúrulegu ánum en áfram er veitt þar sem göngum er haldið við með hafbeit. Þetta sumar var, eins og allir veiðimenn upplifðu, ansi erfitt vegna þurrka og undir meðallagi stærð á göngum en það sem bjargaði lokatölum úr mörgum ánum var góður endasprettur eftir að það fór að rigna. En rigningin hætti bara ekki og árnar voru ekki í veiðanlegu vatni nema í 2-3 vikur og þá voru þær allmargar komnar í flóð saman ber árnar á vesturlandi. Ef við lítum yfir veiðitölur af vef Landssambands Veiðifélaga þá er Eystri Rangá aflahæst í sumar með 2.978 laxa og hún á eftir að fara yfir 3.000 laxa, það er nokkuð ljóst. Hún er þá eina áin sem nær því í sumar að fara yfir 2.000 laxa. Það endurspeglar aðeins ástandið. Hún er næstum því helmingi hærri en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en það er ljóst að eitthvað hefur gerst í sleppingum þar á bæ því 1.626 laxar er lélegasta veiði í ánni sem við fáum uppgefna frá árinu 2006. Miðfjarðará er hæst af náttúrulegu ánum með 1.606 laxa. Hún hefði alveg farið yfir 2.000 laxa ef ekki hefði verið jafn lítið vatn í henni lengst af í sumar því það var nóg af laxi í henni. Þverá og Kjarrá áttu góðann lokasprett og enda í 1.133 löxum og það sama má segja um Laxá á Ásum sem endar í 807 löxum sem er 105 löxum meira en í fyrrasumar. Listinn í heild sinni er á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði