Æðislega góður blómkálsréttur Elín Albertsdóttir skrifar 4. október 2019 13:00 Einfaldur blómkálsréttur með indversku ívafi. NORDICPHOTOS/GETTY Hér er mjög góður og bragðgóður blómkálsréttur við flestra hæfi. Túrmerik gefur honum gylltan blæ en þetta er indverskur réttur sem hægt er að borða sem aðalmáltíð eða með kjöti eftir smekk.1 blómkálshöfuð, u.þ.b. 500 g400 g kartöflur1 laukur, smátt skorinn1 rauð paprika1 msk. olía1 msk. cumin½ msk. kóríanderduft2 tsk. kardimommuduft1 tsk. túrmerik4 hvítlauksrif, smátt söxuð3 msk. tómatpuré2 dl vatn400 ml kókosmjólk1 msk. sykur40 g fersk engiferrót400 g kjúklingabaunir1 límóna, aðeins börkurinnSmávegis salt25 g smjör Takið blómkálið í sundur, skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk ásamt öllu kryddinu sem upp er talið. Bætið þá við hvítlauk, tómatpuré og niðurskorinni papriku, steikið áfram og hrærið á meðan. Bætið þá við blómkáli, kartöflum, vatni og kókosmjólk. Sjóðið upp og bragðbætið með salti og sykri. Rífið engifer út í pottinn og límónubörkinn. Sjóðið áfram þar til kartöflurnar verða mjúkar í að minnsta kosti 15 mínútur. Þá eru kjúklingabaunir settar saman við. Það er gott að setja smá límónusafa líka. Látið suðuna aftur koma upp og sjóðið smá stund. Setjið smjörið út í. Berið fram til dæmis með hrísgrjónum og naan-brauði. Birtist í Fréttablaðinu Blómkál Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Hér er mjög góður og bragðgóður blómkálsréttur við flestra hæfi. Túrmerik gefur honum gylltan blæ en þetta er indverskur réttur sem hægt er að borða sem aðalmáltíð eða með kjöti eftir smekk.1 blómkálshöfuð, u.þ.b. 500 g400 g kartöflur1 laukur, smátt skorinn1 rauð paprika1 msk. olía1 msk. cumin½ msk. kóríanderduft2 tsk. kardimommuduft1 tsk. túrmerik4 hvítlauksrif, smátt söxuð3 msk. tómatpuré2 dl vatn400 ml kókosmjólk1 msk. sykur40 g fersk engiferrót400 g kjúklingabaunir1 límóna, aðeins börkurinnSmávegis salt25 g smjör Takið blómkálið í sundur, skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk ásamt öllu kryddinu sem upp er talið. Bætið þá við hvítlauk, tómatpuré og niðurskorinni papriku, steikið áfram og hrærið á meðan. Bætið þá við blómkáli, kartöflum, vatni og kókosmjólk. Sjóðið upp og bragðbætið með salti og sykri. Rífið engifer út í pottinn og límónubörkinn. Sjóðið áfram þar til kartöflurnar verða mjúkar í að minnsta kosti 15 mínútur. Þá eru kjúklingabaunir settar saman við. Það er gott að setja smá límónusafa líka. Látið suðuna aftur koma upp og sjóðið smá stund. Setjið smjörið út í. Berið fram til dæmis með hrísgrjónum og naan-brauði.
Birtist í Fréttablaðinu Blómkál Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið