Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. október 2019 07:00 Aðeins 12 ára gamall keypti Ali Nikam sín fyrstu hlutabréf. Hann er nú forstjóri bankans Bunq. Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00