Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jakob Bjarnar skrifar 2. október 2019 09:00 Jón Steinar skrifar mikla grein þar sem hann beinir spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni sem nýverið lét af störfum hjá Hæstarétti Íslands. Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta. Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Vísir birtir í dag mikla grein eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmann og fyrrverandi Hæstaréttardómara, en þar beinir hann spjótum sínum að Markúsi Sigurbjörnssyni, sem nýverið lét af störfum sem dómari við réttinn. Þar hefur hann starfað í aldarfjórðung. Jón Steinar segir Markús hafa ráðið lögum og lofum í réttinum, náð öðrum dómurum undir vald sitt sem þá stóðu og sátu eins og Markúsi þóknaðist. Þá hafi Markús stjórnað því bak við tjöldin hverjir voru ráðnir til Hæstaréttar sem dómarar. Jón Steinar segir að enginn ætti að efast um hæfileika Markúsar en þá hafi hann ekki notað þá til góðs, heldur þvert á móti stórskaðað Hæstarétt með verkum sínum og þar með valdið réttarfari í landinu ómælanlegum skaða. Jón Steinar fer ítarlega í saumana á ferli Markúsar, að hann hafi verið skipaður dómari við Hæstarétt árið 1994 þá aðeins fertugur að aldri. Hann hefur verið langáhrifamesti dómarinn og afköst hans verið með miklum ólíkindum. Jón Steinar var í fyrstu hrifinn af gífurlegum afköstum hans og upplýsir að sjálfur hafi hann meira að segja tilnefnt Markús mann ársins eftir að Markús vann það afrek 1989 þegar hann nánast uppá sitt einsdæmi uppfærði lagabálka sem voru lög um meðferð einkamála, lög um meðferð opinberra mála, aðfararlög, skiptalög, lög um nauðungarsölu og fleiri bálka. „Maðurinn var ekki einhamur,“ segir Jón Steinar. En, böggull fylgdi skammrifi sá að mati Jóns Steinars að Markús er ekki fær um að meðhöndla einstök mál af réttsýni og hefur fengið til fylgilags við sig aðra dómara, sem honum hefur tekist að brjóta undir áhrifavald sitt, til illra verka. Jón Steinar nefnir svo til sögunnar dæmi þar sem ýmis þekkt mál koma við sögu. Jón Steinar segir til dæmis að upphaf hinna miklu Hafskipsmála megi rekja til mikillar skýrslu sem Markús, þá skiptaráðandi við Skiptarétt Reykjavíkur, skrifaði að því er virðist að þeim hvötum að koma á höggi á þá menn sem fyrir urðu. „Móðir Markúsar var stór hluthafi í Eimskipi, sem hafði beinna hagsmuna að gæta af falli Hafskips. Auk þess hafði faðir Markúsar verið endurskoðandi Eimskips um tíma.“ Sá gjörningur varðaði veginn og hefur Markús síðan misnotað aðstöðu sína við Hæstarétt Íslands með ýmsu móti og ekki látið hvarfla að sér að hann sé ekki hæfur til að beita sér í málum þar sem hann á beinna hagsmuna að gæta.
Dómstólar Tengdar fréttir Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00