Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði aðeins upp á vegan mat á landsfundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 10:14 Þorgerður Katrín segir það skjóta skökku við að VG bjóði ekki upp á kjöt á landsfundi flokksins. vísir Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus. Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hófst í gær en fundurinn er haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og mun standa yfir alla helgina. Umhverfis- og loftslagsmál eru rauði þráðurinn á þessum landsfundi, sem er sá ellefti sem flokkurinn heldur. Upp úr hádegi í dag verða pallborðsumræður um loftslagsmál og verða gestir pallborðsins einstaklingar úr atvinnulífi, umhverfisfræðum og verkalýðshreyfingum. Þá tilkynnti flokkurinn að allar veitingar yrðu kjötlausar og verður enginn pappír á fundinum heldur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjötleysið skjóta skökku við. „Þetta er sami flokkur og hefur verið í fararbroddi og beinlínis í samkeppni við hina Framsóknarflokkana um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar,“ skrifar Þorgerður á Facebook-síðu sinni. Hún segir margt benda til að vegan mataræði hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti minnkað kolefnisfótspor. Hún velti fyrir sér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“ „Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“ Þá segir hún miklu nær hefði verið ef VG hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna hefði flokkurinn viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu. Þá hefði flokkurinn síðan átt að gefa frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma „með okkur“ í að breyta landbúnaðarstefnunni. „Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist,“ skrifar Þorgerður. Maturinn á landsfundinum er þó ekki aðeins vegan, en boðið er upp á vegan mat en einnig er boðið upp á fisk. Þá segir flokksmaður í samtali við fréttastofu að einhverjar kjötvörur séu einnig á boðstólnum þrátt fyrir tilkynningu flokksins um að fundurinn yrði kjötlaus.
Loftslagsmál Umhverfismál Viðreisn Vinstri græn Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira