Rúmlega 2000 manns tóku þátt í könnuninni og má segja að niðurstöðurnar sýni að framkoma og útlit sé það fyrsta sem að heilli.
Eðlilega er það svo misjafnt hvað það er við framkomu fólks og útlit sem höfðar til okkar en oft hefur verið sagt að fyrstu kynni hafi mjög mikið vægi í því hvort að við heillumst að fólki eða ekki.
Athygli vakti að aðeins 2% lesenda svöruðu að röddin væri það fyrsta sem heillar en margar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á að röddin sé næstum eins mikilvæg og útlit í fyrstu kynnum.
Niðurstöður*:
Útlit - 23%
Klæðnaður - 1%
Framkoma - 33%
Rödd - 2%
Ilmur - 1%
Sambland af ofangreindum atriðum - 40%
* Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddu um niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja spurningu vikunnar: Hefur þú efast um kynhneigð þína?