26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Björn Þorfinnsson skrifar 18. október 2019 06:00 Sverrir Einar Eiríksson, athafnamaður Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00