Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. október 2019 19:33 Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni. Í síðustu viku var karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi sem átti sér stað í úrræði fyrir fíkla úti á Granda. Maðurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot. Hann losnaði úr fangelsi síðast í sumar og herma heimildir fréttastofu að miklar áhyggjur hafi verið innan Fangelsismálastofnunar vegna úrræðaleysis fyrir manninn, sem talinn er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Heimildir fréttastofu herma að annar fangi, sem einnig er talinn hættulegur, ljúki afplánun í lok mánaðarins. Aftur séu þungar áhyggjur uppi. Félagsmálaráðherra segir að hafin sé vinna milli hans ráðuneytis, dómamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins, til að bregðast við þessum vanda. Skoða þurfi ný úrræði fyrir fólk sem talið er hættulegt sjálfum sér eða öðrum. Það séu fleiri en fyrrverandi fangar í þessum hópi sem sé þó fámennur. Þá sé málið viðkvæmt. „Ef það þarf að skipuleggja þjónustu sem felur í einhverju leiti í sér ferðasviptingar eða frelsissviptingar þá erum við komin að grundvallarspurningum, bæði sem samfélag og alþjóðaskuldbindingar sem við höfum,“ segir Ásmundur Einar. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka. Eins og staðan er í dag heyrir hópurinn undir félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort ríkið eigi frekar að þjónusta hópinn. „Við erum að tala um kannski 10-12 á ári þannig kannski er eðlilegra að ríkisvaldið sjái um og skipuleggi þjónustu fyrir þessa einstaklinga.“ Hann hefur áhyggjur af stöðunni eins og hún er í dag og því þurfi að bregðast hratt við. Líklega þurfi að koma til lagasetning. „Þetta eru oft og tíðum einstaklingar sem hafa lokið sinni afplánun samkvæmt dómi og það er viðkvæmt hvernig við grípum inn í sem samfélag en við ætlum okkur í þessa vinnu og það er áskorun.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33 Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. 9. október 2019 20:33
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30