Hulunni svipt af nýjum Toyota Yaris Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. október 2019 14:00 Nýr Yaris er væntanlegur á næsta ári. Toyota Toyota kynnti í gær nýja kynslóð af Toyota Yaris. Hann er lægri, breiðari og grimmari en áður. Fjórða kynslóðin sem kynnt var til sögunnar í gær er að öllu leyti uppfærður, hann er 40 mm lægri, 50 mm breiðari og 5 mm styttri en þriðja kynslóðin. Nýji Yaris-inn nýtir svokallaðan GA-B grunn. Sá grunnur er hluti af heildrænum hönnunarhugmyndum Toyota (Toyota New Global Architecture - TNGA). Grunnurinn svipar til GA-C sem er notaður í Prius, C-HR og nýju Corolla bílana. Í stuttu máli þýðir þetta að fjórða kynslóðin af Yaris verður sú öruggasta og stífasta hingað til. Toyota hefur meira að segja sagt um Yaris að hann sé „hannaður til að vera heimsins öruggasti smábíll.“Útlit bílsins er ekkki ósvipað nýlega útkominni Corollu. Myndirnar sem birtar hafa verið ýta undir það með rauðum og svörtum tvítóna útgáfum. Bíllinn verður fáanlegur með sprengihreyflum ásamt því að vera fáanlegur sem tvinnbíll og með rafmangs fjórhjóladrifi. Hann verður einnig fáanlegur bæði sjálf- og beinskiptur. Þá munu framsætin vera fáanleg með snúningsvirkni, sem þýðir að auðveldara verður að stíga inn í óg út úr bílnum. Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent
Toyota kynnti í gær nýja kynslóð af Toyota Yaris. Hann er lægri, breiðari og grimmari en áður. Fjórða kynslóðin sem kynnt var til sögunnar í gær er að öllu leyti uppfærður, hann er 40 mm lægri, 50 mm breiðari og 5 mm styttri en þriðja kynslóðin. Nýji Yaris-inn nýtir svokallaðan GA-B grunn. Sá grunnur er hluti af heildrænum hönnunarhugmyndum Toyota (Toyota New Global Architecture - TNGA). Grunnurinn svipar til GA-C sem er notaður í Prius, C-HR og nýju Corolla bílana. Í stuttu máli þýðir þetta að fjórða kynslóðin af Yaris verður sú öruggasta og stífasta hingað til. Toyota hefur meira að segja sagt um Yaris að hann sé „hannaður til að vera heimsins öruggasti smábíll.“Útlit bílsins er ekkki ósvipað nýlega útkominni Corollu. Myndirnar sem birtar hafa verið ýta undir það með rauðum og svörtum tvítóna útgáfum. Bíllinn verður fáanlegur með sprengihreyflum ásamt því að vera fáanlegur sem tvinnbíll og með rafmangs fjórhjóladrifi. Hann verður einnig fáanlegur bæði sjálf- og beinskiptur. Þá munu framsætin vera fáanleg með snúningsvirkni, sem þýðir að auðveldara verður að stíga inn í óg út úr bílnum.
Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent