Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar
Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu, en nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka nýjar tölur um innflutning á amfetamínvökva, sem hefur stóraukist síðustu ár en lagt hefur verið hald á átta sinnum meira magn af vökvanum nú í ár en allt árið 2016.

Þá skoðum við hugbúnað sem lætur tæki og tölvur skilja íslensku, fræðumst um endurlífgunarkennslu sem nú verður skylda í grunnskólum og hittum óperuhundinn Snóker sem elskar að taka lagið. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×