Rétt rúmur helmingur þeirra sem tóku afstöðu í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is er hlynntur Borgarlínu. Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir.
„Ég fagna bara þessum afgerandi stuðningi en hann kemur mér hins vegar ekki á óvart,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Einnig var spurt um hvað Borgarlína væri. Rúm 58 prósent voru með á hreinu að Borgarlína væri sérakreinar fyrir almenningssamgöngur.
Um 19 prósent sögðu Borgarlínu léttlestakerfi, tæp 11 prósent hraðlestakerfi og jafnmargir að um sporvagna væri að ræða. 19,5 prósent sögust ekki vita hvað Borgarlína er.
„Ég skil mjög vel að fólk sé svolítið ruglað í þessu. Þeir sem halda utan um verkefnið hafa ekki verið nógu samhentir í skýringunum,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt.
Fólk ruglað á Borgarlínunni

Tengdar fréttir

Píratar skila sérbókun um samgöngusáttmála
Í bókun Pírata segir meðal annars að mikilvægt sé "að útfærsla "sérstakrar fjármögnunar“ í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var.“

„Stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins“
Samgöngusáttmálinn var samþykktur í borgarstjórn í dag.

Nýtt leiðanet Strætó og borgarlínu: Styttri ferðatími en lengri ganga á næstu biðstöð
Umfangsmestu breytingarnar felast m.a. í nýju skipulagi við Hlemm og nýrri endastöð á BSÍ-reitnum.