Benedikt, sem er 21 árs og oftast kallaður Bensi, er Garðbæingur, starfsmaður Vodafone og kemur af mikilli stjórnmálaætt. Hann er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

„Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ sagði Sunneva sem var gestur í þættinum Einkalífinu á Vísi í nóvember í fyrra.
Þar sagði hún að vinkonur hennar og litla systir væru duglegar að hjálpa sér að taka myndirnar. Hægt er að horfa á viðtalið við Sunnevu hér fyrir neðan.