Segir verð á blómum á Íslandi allt of hátt í skjóli himinhárra tolla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2019 13:36 Eigendur tuttugu og fimm blómaverslana og félag atvinnurekenda á Íslandi skora á stjórnvöld að afnema tolla á blómum. Vísir/getty Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“ Garðyrkja Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir fundi með fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra til að ræða um niðurfellingu tolla á blómum. Framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda segir kerfið, í núverandi mynd, vera meingallað og úr sér gengið. Blómasalar séu að sligast undan háum tollum. Í morgun sendi félag atvinnurekenda ásamt eigendum tuttugu og fimm blómaverslana hér álandi áskorun á stjórnvöld um að fella niður tolla á blómum. „Við viljum fjalla um hvernig eru lagðir allt of háir tollar á innflutt blóm sem veldur alls konar óhagræði og skekkir samkeppni og kannski síðast en ekki síst veldur því að verð á blómum á Íslandi er allt of hátt í skjóli þessara háu tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að Túlípanabúnt hér á Íslandi geti kostað allt upp undir þrjú þúsund krónur á meðan það kosti í kringum þúsund krónur í löndunum í kringum okkur. „Það er verið að leggja mjög háa tolla á alls konar tegundir bæði af afskornum blómum og pottablómum sem eru bara ekkert ræktaðar hér á landi. EF einhvern tímann hefur verið tilgangurinn að vernda innlenda framleiðslu með þessu þá er hann í mörgum tilvikum ekki til staðar.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir núverandi kerfi vera úr sér gengið.Ólafur segir að tollurinn verði til þess að ódýrari blóm eru ekki flutt inn. „Af því að stykkjatollurinn margfaldar verðið á þeim. Tökum bara Fresíur sem dæmi sem voru eitt sinn vinsæl blóm á Íslandi en svo lagðist ræktun á þeim hér innanlands af og af því að þær eru ekki dýrar í innkaupum þá finnst engum forsvaranlegt að flytja inn Fresíur sem kostar tuttugu kall stykkið og tollurinn á hana er rúmlega hundrað krónur. Þá er innkaupsverðið orðið sexfalt jafnvel áður en blómabúðin fær sína álagningu. Þannig að þetta þýðir það að sumar vörur fást bara alls ekki hérna. Það sem er flutt inn er frekar dýrari vörur eða lúxusvörur heldur en hagstæðari vara fyrir neytendur og svo þýðir tollverndin auðvitað að innlendir framleiðendur geta haldið uppi verðinu á sinni vöru og hafa ekki þá samkeppni sem þeir þurfa að hafa til að keppa í verði.“Eru blómasalar að sligast undan þessum tollum?„Já, fólk segir bara að þetta sé alveg fráleitt rekstrarumhverfi. Innlenda framleiðslan, jafnvel í þeim tegundum sem verið er að rækta hér á landi þá annar innlenda framleiðslan oft ekki eftirspurninni,“ segir Ólafur og bætir við. „Að okkar mati er þetta kerfi allt saman orðið meingallað og úr sér gengið.“
Garðyrkja Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent