Fjallað var um mál Þórunnar í fjórða þættinum af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn er hjúkrunarfræðingur og býr á Akureyri. Hún vinnur einnig sem Zumba-kennari. Hún á eina stelpu sem er 12 ára og býr með manni sem á sjö ára strák.
Þeir sem hafa ekki séð þáttinn frá því í gærkvöldi ættu ekki að lesa lengra.
.
.
.
.
.
.
Það er búið að vara þig við
.
.
.
.
.

Hann átti sannarlega eftir að hjálpa Þórunni í leit sinni og fann, eftir mikla leit, fjölskyldu hennar.
Í ljós kom að Þórunn átti fjórar systur og hafi móðir hennar, Virginia, verið tilneydd til að gefa hana til ættleiðingar.

Hún vissi aftur á móti ekki hvort barnið væri strákur eða stelpa þar sem Þórunn var tekin strax af Virginiu þegar hún kom í heiminn.
Þegar Þórunn hitti loks fjölskylduna voru tilfinningarnar miklar og tárin streymdu niður hjá öllum á heimili Virginiu.
Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í gær þegar Þórunn var á leiðinni til fjölskyldu sinnar og Alejandro sagði henni í fyrsta sinn frá því hvernig í pottinn var búið í tengslum við ættleiðinguna. Það fékk augljóslega mikið á Þórunni sem brotnaði niður.
Hún sagðist helst vera sár yfir því hvernig komið var fram við móðir hennar á sínum tíma.