„Mér þykir endalaust vænt um hana“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2019 19:30 Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar. Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar.
Börn og uppeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira