Innlent

Skúrir á vestanverðu landinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegisbil í dag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir hádegisbil í dag. Veðurstofa Íslands
Það verða suðaustan 8-13 metrar á sekúndu og skúrir á vestanverðu landinu, ef marka má spá Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag. Gert er ráð fyrir hægari vind annars staðar. Þurrt verður að mestu og þá jafnvel léttskýjað á Norður- og Austurlandi.

Suðaustan- og austanátt á morgun, víða um 8-15 metrar á sekúndu og hvassast sunnantil á landinu. Þurrt að mestu á Norður- og Vesturlandi, annars staðar rigning með köflum. Hitinn á bilinu tvö til átta stig, en víða næturfrost norðan- og austanlands.

Hér að neðan má lesa veðurhorfur á landinu næstu daga, fengnar af vef Veðurstofu Íslands:

Á mánudag:

Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast á sunnanverðu landinu. Þurrt að kalla á Norður- og Vesturlandi, en rigning með köflum annars staðar. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:

Austan 10-18, en 18-23 með suðurströndinni. Áfram þurrt að mestu um landið norðan- og vestanvert, en rigning sunnan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:

Minnkandi austlæg átt og bjartviðri, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:

Norðaustanátt með lítilsháttar vætu norðan- og austanlands, en léttskýjað suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig.

Á föstudag og laugardag:

Breytileg átt, víða 3-8 m/s. Yfirleitt þurrt á landinu og bjart á köflum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en allvíða frost að næturlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×