Landnámshænur leigðar sumarbústaðaeigendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2019 19:15 Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eitt af helstu markmiðum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna er að standa vörð um landnámshænuna, halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum. Mikill áhugi er á landnámshænum og eru margir, ekki síst sumarbústaðaeigendur, sem leigja sér hænur. Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna stóð nýlega fyrir opnu húsi á bænum Húsatóftum í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem hjónin Valgerður Auðunsdóttir og Guðjón Vigfússon tóku á móti gestum og gangandi til að sýna áhugasömum landsnámshænurnar sínar og nýklakta unga. Mikill áhugi er á ræktun landnámshænunnar út um allt land en út á hvað gengur starfsemi Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna? „Hún gengur fyrst og fremst út á að standa vörð um landnámshænuna og halda orðspori hennar á lofti og ræktunarmarkmiðum“, segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn félagsins. Magnús segir að um tvö hundruð manns séu í félaginu og félagsmönnum sé alltaf að fjölga enda mikill áhugi á íslensku landnámshænunni. En hvað er það við íslensku hænuna sem er svona sérstakt? „Hún er litskrúðug og gæf. Hún er öðruvísi heldur en stóru framleiðslustofnanir, sem eru einsleitari og þaulræktaðir, það er svolítið meiri fjölbreytni í þessum hænum“. Magnús Ingimarsson, sem er ritari Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna. Hann býr á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Valgerður og Guðjón á Húsatóftum eru með um 100 landnámshænur, sem þau hugsa vel um. „Svo hef ég verið að leigja hænur, sem fólk hefur farið með í sumarbústaðinn yfir sumar og skilar þeim svo á haustin, það hefur verið heilmikil ánægja með það. Oftast er hani líka, það er bara misjafnt eftir fólki hvað það kærir sig um. Við leigjum hænur ekki út yfir vetrartímann, þá kaupir fólk sér frekar hænur. Ef það ætlar að vera með yfir allt árið þá þýðir ekkert að vera að leigja þær“, segir Valgerður. Margir hafa mikinn áhuga á ræktun íslensku landnámshænunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira