Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 21:00 Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur. Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari. Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á Norðurlöndunum funduðu á Hótel Sögu í gær þar sem málefni byggingariðnaðarins voru til umfjöllunar. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér eftir fundinn eru þeir sammála um að draga þurfi úr losun koltvísýrings en meira en þriðjungur af losun norrænu landanna á koltvísýringi kemur frá húsnæði og byggingariðnaði. Eins leggja ráðherrarnir á aukið hringrásarhagkerfi. „Ég held allavega að áskoranir sem að byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir, líkt og allar aðrar atvinnugreinar, hann þarfnast þess að við hugsum í lausnum og það er líka þannig að með því að Norðurlöndin taki sig saman að þá geti þau bæði verið að ná betri árangri og tryggja að skrefin sem verða stigin verði markvissari,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/VilhelmVilja samræma byggingarreglugerðir á Norðurlöndunum Á fundinum var einnig fjallað um aukið norrænt samstarf með það að markmiði að efla samkeppni og lækka húsnæðiskostnað. Ein slík lausn er að gera fyrirtækjum kleift að bjóða í framkvæmdir í öðru norrænu landi með einföldum hætti og án aukins kostnaðar. „Á fundinum í gær samræmdumst við um að skipa sérstakan stýrihóp á milli landanna sem að mundi halda á þessu máli og vinna að raunverulegum aðgerðum í þágu samræmingar á milli norðurlandanna þegar kemur að byggingariðnaði,“ segir Ásmundur. Þá vilja ráðherrar málflokksins á Norðurlöndum vinna að því að byggingarreglugerðir landanna verði samrýmdar. „Við höfum verið með það á dagskrá núna að við ætlum að einfalda byggingarreglugerðina og hluti af því er að horfa til Norðurlandanna. Það mundi þá þýða að við gætum samræmd hugsanlega ákveðna hluta sem að eru í byggingarreglugerðinni, þannig að viðskipti með vörur og þjónustu, sem tengist byggingariðnaði geta orðið meiri á milli Norðurlandanna,“ segir Ásmundur.
Húsnæðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira