Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft Heimsljós kynnir 11. október 2019 16:30 UNICEF Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar með talið föngum og öllum þeim sem flýja átökin. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. „Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara og alla aðra sem ekki taka beinan þátt í átökunum. Þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra mannúðarlaga,“ segir Fabrizio Carboni, yfirmaður Alþjóðaráðs Rauði krossins í Austurlöndum nær og fjær. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækki sífellt. Þegar hafi borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal sé eitt níu mánaða gamalt barn. „Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum og hefur UNICEF ítrekað kröfu sína um að börnum og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda verði hlíft í samræmi við alþjóðalög,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þar kemur fram að erfitt hafi reynst að segja með vissu hversu margir hafa neyðst til að flýja heimili sín en áætlað sé að tugir þúsunda séu nú enn á ný á flótta undan sprengjuregni og kúlnahríð. „Átökin hafa skiljanlega veruleg áhrif á neyðar- og mannúðaraðstoð á þeim svæðum þar sem þau geisa. UNICEF er hins vegar á staðnum og til staðar fyrir það fólk sem nú enn á ný neyðist til að flýja undan skálmöldinni í Sýrlandi. UNICEF á Íslandi segir að nóg sé komið af blóðbaði í Sýrlandi.“ Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að í norðausturhluta Sýrlands, á svæðunum í kringum Hassakeh, Raqqa og Deir Ezzor, hafi rúmlega hundrað þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. „Yfir 68.000 manns hafast við í flóttamannabúðunum í Al Hol, þar af tveir þriðju hlutar barna, þar sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur sameiginlegt vettvangssjúkrahús ásamt Rauða hálfmánanum í Sýrlandi með stuðningi Rauða krossins í Noregi,“ segir í fréttinni.Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi. „Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mannúðarmála í Sýrlandi og lagt okkar af mörkum til að koma til móts við þarfir þolenda átakanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins höfum við stutt vel við mannúðarstörf Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans og munum gera það áfram. Við verðum að hafa í huga að almennir borgara og hvað þá börn eiga enga sök á þeim átökum sem þau búa við. Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja þeim þá aðstoð sem þau þurfa hverju sinni, styðja um leið innviði í landinu og hvetja alla aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög. En mikilvægast er að friður komist á sem allra fyrst.”Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent
Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar með talið föngum og öllum þeim sem flýja átökin. UNICEF ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög. „Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara og alla aðra sem ekki taka beinan þátt í átökunum. Þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra mannúðarlaga,“ segir Fabrizio Carboni, yfirmaður Alþjóðaráðs Rauði krossins í Austurlöndum nær og fjær. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækki sífellt. Þegar hafi borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal sé eitt níu mánaða gamalt barn. „Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum og hefur UNICEF ítrekað kröfu sína um að börnum og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda verði hlíft í samræmi við alþjóðalög,“ segir í frétt frá UNICEF á Íslandi. Þar kemur fram að erfitt hafi reynst að segja með vissu hversu margir hafa neyðst til að flýja heimili sín en áætlað sé að tugir þúsunda séu nú enn á ný á flótta undan sprengjuregni og kúlnahríð. „Átökin hafa skiljanlega veruleg áhrif á neyðar- og mannúðaraðstoð á þeim svæðum þar sem þau geisa. UNICEF er hins vegar á staðnum og til staðar fyrir það fólk sem nú enn á ný neyðist til að flýja undan skálmöldinni í Sýrlandi. UNICEF á Íslandi segir að nóg sé komið af blóðbaði í Sýrlandi.“ Í frétt Rauða krossins á Íslandi segir að í norðausturhluta Sýrlands, á svæðunum í kringum Hassakeh, Raqqa og Deir Ezzor, hafi rúmlega hundrað þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. „Yfir 68.000 manns hafast við í flóttamannabúðunum í Al Hol, þar af tveir þriðju hlutar barna, þar sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur sameiginlegt vettvangssjúkrahús ásamt Rauða hálfmánanum í Sýrlandi með stuðningi Rauða krossins í Noregi,“ segir í fréttinni.Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi. „Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mannúðarmála í Sýrlandi og lagt okkar af mörkum til að koma til móts við þarfir þolenda átakanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins höfum við stutt vel við mannúðarstörf Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans og munum gera það áfram. Við verðum að hafa í huga að almennir borgara og hvað þá börn eiga enga sök á þeim átökum sem þau búa við. Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja þeim þá aðstoð sem þau þurfa hverju sinni, styðja um leið innviði í landinu og hvetja alla aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög. En mikilvægast er að friður komist á sem allra fyrst.”Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent