Telja hreindýrskálfa falla í hundraða tali því veiðitímabilið hefjist of snemma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2019 19:30 Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir að vanrækja að rannsaka afdrif og afföll kálfa. Kæran var send til Lögreglustjórans á Austurlandi í síðustu viku og þess krafist að hann taki málið til rannsóknar. Velferð hundraða hreindýrskálfa sé undir. Alls voru felldar 923 kýr og 403 tarfar á veiðitímabilinu í haust. „Tilefni þessarar kæru er að Náttúruverndarstofa Austurlands varð ekki við fyrirmælum ráðherra þannig að unnt væri að taka ákvörðun fyrir veiðitímabilið 2019. Þannig aðþjáningin heldur áfram,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hjá Rétti. Ragnar segir að kröfur Jarðarvina sé að veiðunum sé jafnvel hætt eða að veiðitímabilinu verði seinkaði þannig að öruggt sé að hreindýrskálfar geti bjargað sér þó kýrnar séu skotnar frá þeim. Kálfarnir séu aðeins átta til tíu vikna gamlir þegar tímabilið hefst.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hjá RéttiStöð 2Stórfelldur vandi „Jarðarvinir telja að það valdi þeim þjáningu og ótta og valdi því að þeir lifi síður af veturinn að hafa ekki stuðning af kúnnum mæðrum sínum.“ Hann segir það mat Jarðarvina að um 500 hreindýrskálfar falli á ári hverju hér á landi. „Það má benda á að það komst í heimsfréttirnar þegar 200 hreindýr féllu á Svalbarða vegna loftslagsbreytinga. Þannig að fráfall mörg hundruð kálfa hér yfir veturinn er stórfelldur vandi.“ Ragnar segir að ýmsar stofnanir séu á máli Jarðarvina. „Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og fagráð um velferð dýra hafa öll mælt með því að breyta veiðitímanum þannig að kálfarnir séu orðnir eldri þegar byrjað er að fella kýrnar.“ Dýr Skotveiði Tengdar fréttir Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Dýra-og náttúruverndarsamtök telja að mörg hundruð hreindýrskálfar drepist árlega vegna þess þeir séu of ungir þegar veiðitímabilið hefst. Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir að vanrækja að rannsaka afdrif og afföll kálfa. Kæran var send til Lögreglustjórans á Austurlandi í síðustu viku og þess krafist að hann taki málið til rannsóknar. Velferð hundraða hreindýrskálfa sé undir. Alls voru felldar 923 kýr og 403 tarfar á veiðitímabilinu í haust. „Tilefni þessarar kæru er að Náttúruverndarstofa Austurlands varð ekki við fyrirmælum ráðherra þannig að unnt væri að taka ákvörðun fyrir veiðitímabilið 2019. Þannig aðþjáningin heldur áfram,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hjá Rétti. Ragnar segir að kröfur Jarðarvina sé að veiðunum sé jafnvel hætt eða að veiðitímabilinu verði seinkaði þannig að öruggt sé að hreindýrskálfar geti bjargað sér þó kýrnar séu skotnar frá þeim. Kálfarnir séu aðeins átta til tíu vikna gamlir þegar tímabilið hefst.Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hjá RéttiStöð 2Stórfelldur vandi „Jarðarvinir telja að það valdi þeim þjáningu og ótta og valdi því að þeir lifi síður af veturinn að hafa ekki stuðning af kúnnum mæðrum sínum.“ Hann segir það mat Jarðarvina að um 500 hreindýrskálfar falli á ári hverju hér á landi. „Það má benda á að það komst í heimsfréttirnar þegar 200 hreindýr féllu á Svalbarða vegna loftslagsbreytinga. Þannig að fráfall mörg hundruð kálfa hér yfir veturinn er stórfelldur vandi.“ Ragnar segir að ýmsar stofnanir séu á máli Jarðarvina. „Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og fagráð um velferð dýra hafa öll mælt með því að breyta veiðitímanum þannig að kálfarnir séu orðnir eldri þegar byrjað er að fella kýrnar.“
Dýr Skotveiði Tengdar fréttir Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Jarðarvinir kæra Náttúrustofu Austurlands Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Náttúrustofu Austurlands til lögreglu fyrir vanrækslu vegna skýrslu um afdrif og afföll hreindýrskálfa. Ole Anton Bieltvedt, forsvarsmaður samtakanna, segir að um 600 kálfar hafi drepist síðasta vetur. 29. október 2019 07:00