Hver viðvörunin á fætur annarri Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2019 23:24 Hríðin er þegar farin að ágerast Vísir/vilhelm Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig. Veður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Útlit er fyrir „hundleiðinlegt“ hríðarveður um norðan- og austanvert landið í nótt og á morgun, að sögn veðurfræðings. Þá ganga viðvaranirnar í bylgjum á Suðausturlandi en tvær gular taka gildi landshlutanum á morgun, ein fyrir hádegi og önnur um kvöldið.Gul viðvörun vegna hvassrar norðanáttar og snjókomu tók gildi á Austurlandi nú í kvöld og gildir fram eftir degi á morgun. Sambærilegar viðvaranir taka svo gildi hver af annarri á Austfjörðum, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra. Búist er við nánast samfelldri snjókomu í áðurnefndum landshlutum. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að hríðin sé þegar byrjuð að ágerast víða en versta snjókoman verði líklega um norðan- og austanvert landið á milli klukkan 12 og 16 á morgun. „Það er útlit fyrir að verði skafrenningur, mjög lítið skyggni og mikil snjókoma. Þannig að það er lítið ferðaveður þarna á milli landshluta. Það stefnir í hundleiðinlegt veður og vind upp í 25 metra á sekúndu,“ segir Birta. Á Suðausturlandi er svo útlit fyrir storm í fyrramálið og aftur með kvöldinu. Því beri að fara varlega, hyggi fólk á ferðalög. „Þetta eru svona tvær bylgjur sem koma þar,“ segir Birta. „Þarna verður norðanátt, alveg 25 metrar á sekúndu í stöðugum vindi og hviður yfir 40 jafnvel. Þannig að það er mikið átak á bíla.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Minnkandi norðanátt, 8-15 m/s um kvöldið, en hægari V-lands. Dálítil él, en léttskýjað S- og V-til. Frost 0 til 6 stig að deginum.Á laugardag (fyrsti vetrardagur):Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en stöku él í fyrstu NA- og A-til. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.Á sunnudag og mánudag:Norðvestlæg átt 5-13 m/s, bjart með köflum og hiti 0 til 5 stig við V-ströndina. Bjartviðri um austanvert landið og frost 0 til 6 stig.Á þriðjudag og miðvikudag:Útlit fyrir vestanátt og vætu með köflum N- og V-til, annars þurrt. Hiti 0 til 7 stig.
Veður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira