Origo hagnaðist um 366 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 18:56 Finnur Oddsson forstjóri Origo segir að horfur fyrirtækisins séu góðar. Mynd/Origo Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“ Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Origo hf. tilkynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs í dag og kemur þar fram að sala á vöru og þjónustu hafi nemið 3,46 milljarðar á þessum ársfjórðungi. Er þetta 9,4 prósent tekjuvöxtur frá sama tímabili á síðasta ári. Heildarhagnaður Origo fyrstu níu mánuði ársins er 366 milljónir. „Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo. Finnur segir að afkoma fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins sée viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. „Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga. Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.“ Segir hann að afkoma í þjónusturekstri Origo sé í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. „Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.“ Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar.“
Markaðir Upplýsingatækni Tengdar fréttir Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Björn Markús nýr sölustjóri hjá Origo Björn Markús Þórsson hefur verið ráðinn sölustjóri hjá Þjónustulausnum upplýsingatæknifyrirtækisins Origo. 30. október 2019 10:46