Sólarhringsútsending útvarps 101 í beinni Tinni Sveinsson skrifar 1. nóvember 2019 05:00 Útvarp 101 fagnar eins árs afmæli í dag. Því verður fagnað með sérstakri hátíðardagskrá sem hefst klukkan sex á föstudagsmorgni og líkur klukkan sex á laugardagsmorgni. Boðið verður upp á skemmtilegt og fjölbreytt efni. Fastir liðir á borð við morgun- og síðdegisþættina Múslí og Tala saman verða á sínum stað. Góðvinir stöðvarinnar munu koma að dagskránni, fjöldi gesta mun líta við í viðtöl og innslög og nýir dagskrárliðir munu líta dagsins ljós. Hér er hægt er að hlusta á stöðina í beinni en fyrir neðan spilarann er dagskrá hátíðarútsendingarinnar. Hátíðardagskrá Útvarps 101Kl. 06:00 - 09:00 - Morgunþátturinn Múslí Morgunþátturinn með Loga og Sigurbjarti verður á sínum stað, en hefst fyrr en vanalega. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar, innlendar og erlendar fréttir af fólki, hlutum og hugmyndum. Viðtöl, pistlar, umfjallanir og glæný tónlist.Kl. 09:00 - 10:00 - Sögustund með Sögu Garðarsdóttur Saga Garðarsdóttir, grínisti og fyrrum starfsmaður stöðvarinnar, verður með skemmtilegan síðmorgunþátt, eiginlegan brunch-þátt, með nóg af gríni að hætti Sögu. Með henni í fylgd verður Sandra Barilli og hver veit nema þær stöllur frumflytji nýtt útvarpsleikrit.Kl. 10:00 - 11:00 - Fortíðar föstudagur Jón Kristinn Einarsson ættu hlustendur að þekkja vel en hann er sagnfræðinemi sem færir okkur fréttir úr fortíðinni, á svokölluðum Fortíðar fimmtudögum. Jón Kristinn fer langt aftur í tímann, til 17. og 18. aldar, Evrópu og á Íslandi.Kl 11:00 -12:00 - Fyrsti þáttur af Classic með Nönnu Kristjánsdóttur Útvarpsþátturinn Classic með Nönnu Kristjánsdóttur verður frumfluttur en þetta er fyrsti þátturinn í þessari nýju hlaðvarpsseríu. Classic er afslöppuð og óhefðbundin nálgun á klassíska tónlist fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður yfir líf, störf og helstu verk stærstu nafna tónlistarsögunnar til að sanna að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að klassískri tónlist.Kl. 12:00 - 13:00 - Óskalagahádegi Arons Mola Aron Mola mun taka við óskalögum hlustenda og spila þau í útvarpinu í Óskalagahádeginu.Kl. 13:00 - 14:00 - Suðræn sveifla með Unnsteini Manuel Unnsteinn Manuel Stefánsson mun spila sérvalin lög með áherslu á suðræna sveiflu.Kl. 14:00 - 15:00 - Uppgjör Svanhildar og Bibbu Svanhildur og Birna gera upp þetta fyrsta ár stöðvarinnar. Hvað hefði mátt betur fara, hvað gekk vel og hver skeit.Kl. 15:00 - 16:00 - Spooky Time Ingibjargar Iðu Ingibjörg Iða er nýr meðlimur Tala saman og hún elskar ráðgátur og alla spooky-hluti. Það er spooky-season og Ingibjörg er með pakkaðan þátt. Hún ætlar annars vegar að fjalla um mannhvarf sem var leyst 30 árum síðar og hins vegar japanska mannætu.Kl. 16:00 - 18:00 - Tala saman Síðdegisþátturinn Tala saman er skemmti- og spjallþáttur. Í honum er fjallað um poppkúltúr og menningu hvaðan að úr heiminum og hluti sem móta daglegt líf okkar á Íslandi. Sérstakur föstudagsafmælisþáttur verður á dagskrá þennan daginn,Kl. 18:00 - 19:00 - 101 SavageJoey Christ er 101 Savage. Tónlist sem hann spilar er engu lík og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda hjá hlustendum stöðvarinnar.Kl. 19:00 - 20:00 - GMT Gellur útvarps 101 með sérstakan afmælis GMT þátt. GMT stendur fyrir gera mig til og mun fjalla um öll GMT tengd mál: Slúður! Hvernig er húðrútínan þín? Hvað ætlaru að borða í kvöld? Hver er að deita hvern? Hver er á lausu? Hvern kaustu í seinstu sveitarstjórnarkosningum? Á ég að verða vegan? Og allt það helsta sem gellur tala um.Kl. 20:00 - 21:00 - Best of Djammplaylistinn Tveir af okkar uppáhalds plötusnúðum þessa stundina, þau Thaison og DJ Motherfunker hafa undirbúið sérstök DJ-set til að koma þessu föstudagskvöldi vel af stað.Kl 21:00 - 22:00 - Goon Radio með Birni, lil Binna og Joey Þessir þrír Goons verða við stjórnvölin í klukkutíma og guð einn veit hverju þeir munu taka upp á.Kl. 22:00 - 23:00 - Tvö og fl. Snorri Ástráðs og Steinunn Sigþrúðar hafa haldið hlutunum léttum undanfarin þriðjudagskvöld. Að þessu sinni verður Rafnhildur Rósa Atladóttir með Snorra í för í sérstökum afmælisþætti. Þau ætla að líta í eigin barm og gera upp árið, velja bestu lög ársins (hingað til) og eins og þau segja: „bara eh grinast“.kl 23:00 - 24:00 - Snorri Ástráðs DJ set Ef þú hefur verið þar sem Snorri er að DJ-a þá veistu að þar er gaman. Kveiktu á Útvarp 101 og þú munt ekki vilja fara í bæinn strax.Kl. 24:00 - 01:00 - Háskaleikur Áskell Harðarson er einn vinsælasti plötusnúður landsins. Háskaleikur er danstónlistarþáttur með Áskeli (BORG) þar sem hann rennir yfir nýjustu strauma og stefnur í danstónlistarheiminum.Kl. 01:00 - 05:00 - 101 nótt með Jóa og Lóu Ef þið hafið hlustað á Tala saman með Jóhanni Kristófer og Lóu Björk vitiði að það er alltaf stutt í grínið. Það verður fjögurra klukkustunda nætur-Tala saman til að fagna ári í loftinu og það má búast við miklu rugli og geðshræringu.Kl. 05:00 - 06:00 - Ambient Hour Ertu kominn heim eða á leiðinni heim? Við svæfum þig með klukkutíma af ambient tónlist og afmælisdagskrá lýkur. Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira
Útvarp 101 fagnar eins árs afmæli í dag. Því verður fagnað með sérstakri hátíðardagskrá sem hefst klukkan sex á föstudagsmorgni og líkur klukkan sex á laugardagsmorgni. Boðið verður upp á skemmtilegt og fjölbreytt efni. Fastir liðir á borð við morgun- og síðdegisþættina Múslí og Tala saman verða á sínum stað. Góðvinir stöðvarinnar munu koma að dagskránni, fjöldi gesta mun líta við í viðtöl og innslög og nýir dagskrárliðir munu líta dagsins ljós. Hér er hægt er að hlusta á stöðina í beinni en fyrir neðan spilarann er dagskrá hátíðarútsendingarinnar. Hátíðardagskrá Útvarps 101Kl. 06:00 - 09:00 - Morgunþátturinn Múslí Morgunþátturinn með Loga og Sigurbjarti verður á sínum stað, en hefst fyrr en vanalega. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar, innlendar og erlendar fréttir af fólki, hlutum og hugmyndum. Viðtöl, pistlar, umfjallanir og glæný tónlist.Kl. 09:00 - 10:00 - Sögustund með Sögu Garðarsdóttur Saga Garðarsdóttir, grínisti og fyrrum starfsmaður stöðvarinnar, verður með skemmtilegan síðmorgunþátt, eiginlegan brunch-þátt, með nóg af gríni að hætti Sögu. Með henni í fylgd verður Sandra Barilli og hver veit nema þær stöllur frumflytji nýtt útvarpsleikrit.Kl. 10:00 - 11:00 - Fortíðar föstudagur Jón Kristinn Einarsson ættu hlustendur að þekkja vel en hann er sagnfræðinemi sem færir okkur fréttir úr fortíðinni, á svokölluðum Fortíðar fimmtudögum. Jón Kristinn fer langt aftur í tímann, til 17. og 18. aldar, Evrópu og á Íslandi.Kl 11:00 -12:00 - Fyrsti þáttur af Classic með Nönnu Kristjánsdóttur Útvarpsþátturinn Classic með Nönnu Kristjánsdóttur verður frumfluttur en þetta er fyrsti þátturinn í þessari nýju hlaðvarpsseríu. Classic er afslöppuð og óhefðbundin nálgun á klassíska tónlist fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður yfir líf, störf og helstu verk stærstu nafna tónlistarsögunnar til að sanna að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að klassískri tónlist.Kl. 12:00 - 13:00 - Óskalagahádegi Arons Mola Aron Mola mun taka við óskalögum hlustenda og spila þau í útvarpinu í Óskalagahádeginu.Kl. 13:00 - 14:00 - Suðræn sveifla með Unnsteini Manuel Unnsteinn Manuel Stefánsson mun spila sérvalin lög með áherslu á suðræna sveiflu.Kl. 14:00 - 15:00 - Uppgjör Svanhildar og Bibbu Svanhildur og Birna gera upp þetta fyrsta ár stöðvarinnar. Hvað hefði mátt betur fara, hvað gekk vel og hver skeit.Kl. 15:00 - 16:00 - Spooky Time Ingibjargar Iðu Ingibjörg Iða er nýr meðlimur Tala saman og hún elskar ráðgátur og alla spooky-hluti. Það er spooky-season og Ingibjörg er með pakkaðan þátt. Hún ætlar annars vegar að fjalla um mannhvarf sem var leyst 30 árum síðar og hins vegar japanska mannætu.Kl. 16:00 - 18:00 - Tala saman Síðdegisþátturinn Tala saman er skemmti- og spjallþáttur. Í honum er fjallað um poppkúltúr og menningu hvaðan að úr heiminum og hluti sem móta daglegt líf okkar á Íslandi. Sérstakur föstudagsafmælisþáttur verður á dagskrá þennan daginn,Kl. 18:00 - 19:00 - 101 SavageJoey Christ er 101 Savage. Tónlist sem hann spilar er engu lík og hafa þessir þættir notið mikilla vinsælda hjá hlustendum stöðvarinnar.Kl. 19:00 - 20:00 - GMT Gellur útvarps 101 með sérstakan afmælis GMT þátt. GMT stendur fyrir gera mig til og mun fjalla um öll GMT tengd mál: Slúður! Hvernig er húðrútínan þín? Hvað ætlaru að borða í kvöld? Hver er að deita hvern? Hver er á lausu? Hvern kaustu í seinstu sveitarstjórnarkosningum? Á ég að verða vegan? Og allt það helsta sem gellur tala um.Kl. 20:00 - 21:00 - Best of Djammplaylistinn Tveir af okkar uppáhalds plötusnúðum þessa stundina, þau Thaison og DJ Motherfunker hafa undirbúið sérstök DJ-set til að koma þessu föstudagskvöldi vel af stað.Kl 21:00 - 22:00 - Goon Radio með Birni, lil Binna og Joey Þessir þrír Goons verða við stjórnvölin í klukkutíma og guð einn veit hverju þeir munu taka upp á.Kl. 22:00 - 23:00 - Tvö og fl. Snorri Ástráðs og Steinunn Sigþrúðar hafa haldið hlutunum léttum undanfarin þriðjudagskvöld. Að þessu sinni verður Rafnhildur Rósa Atladóttir með Snorra í för í sérstökum afmælisþætti. Þau ætla að líta í eigin barm og gera upp árið, velja bestu lög ársins (hingað til) og eins og þau segja: „bara eh grinast“.kl 23:00 - 24:00 - Snorri Ástráðs DJ set Ef þú hefur verið þar sem Snorri er að DJ-a þá veistu að þar er gaman. Kveiktu á Útvarp 101 og þú munt ekki vilja fara í bæinn strax.Kl. 24:00 - 01:00 - Háskaleikur Áskell Harðarson er einn vinsælasti plötusnúður landsins. Háskaleikur er danstónlistarþáttur með Áskeli (BORG) þar sem hann rennir yfir nýjustu strauma og stefnur í danstónlistarheiminum.Kl. 01:00 - 05:00 - 101 nótt með Jóa og Lóu Ef þið hafið hlustað á Tala saman með Jóhanni Kristófer og Lóu Björk vitiði að það er alltaf stutt í grínið. Það verður fjögurra klukkustunda nætur-Tala saman til að fagna ári í loftinu og það má búast við miklu rugli og geðshræringu.Kl. 05:00 - 06:00 - Ambient Hour Ertu kominn heim eða á leiðinni heim? Við svæfum þig með klukkutíma af ambient tónlist og afmælisdagskrá lýkur.
Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Sjá meira