Berskjölduð Dýrfinna Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. október 2019 07:00 Countess Malaise kemur fram á Tiny terror-viðburðinum á Iðnó í kvöld. Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“