Hjónin Nanna Ásgrímsdóttir og Sigurður Bollason hafa gert framvirka samninga um kaup á sex prósenta hlut í Sýn hf í gegnum félag sitt Res II. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.
Hjónin munu eiga 6,04 prósent í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu þegar síðasti samningurinn tekur gildi þann 29. nóvember.
Gengi bréf Sýnar hækkuð um 2,4 prósent í dag og standa nú í 25,7 krónum per hlut. Kaup hjónanna hljóða upp á 17,9 milljón hluti sem svarar til 460 milljónir króna.
Vísir er í eigu Sýnar.

