Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2019 16:21 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira