Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2019 16:21 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“ Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. Kjarasamingar blaða- og myndatökumanna í Blaðamannafélagi Íslands hafa verið lausir frá áramótum og hafa samningaviðræður undanfarna mánuði engan árangur borið. Félagið hefur því boðað stigvaxandi vinnustöðvun blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna á netmiðlum þeirra útgáfufyrirtækja sem eru í Samtökum atvinnulífsins þrjá föstudaga í röð. Fyrsta vinnustöðvunin hófst klukkan tíu í morgun og stendur í fjórar klukkustundir eða til klukkan tvö. Hún nær til Vísis, Mbl.is, fréttavefs Fréttablaðsins og þeirra fréttamanna RÚV sem skrifa fyrir vef Ríkisútvarpsins. Hafi ekki samist föstudaginn eftir viku leggja félagsmenn niður störf í átta klukkustundir og þriðja föstudag héðan í frá í tólf klukkustundir. Hafi samningar enn ekki tekist að eftir þessar vinnustöðvanir, munu blaðamenn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu leggja niður störf allan fimmtudaginn hinn 28. nóvember.Blöskrar framkoma virtra miðla Formaður Blaðamannafélags Íslands var ekki ánægður með stöðu mála þegar rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. „Því miður eru verkfallsbrot í gangi, bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati, og það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að reyna að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér. Að menn láti sér detta það í hug að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.Í hverju felast verkfallsbrotin? „Það er verið að skrifa inn á vefinn á Morgunblaðinu og það eru verktakar að taka upp hjá RÚV. Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að farið yrði yfir framkvæmd verkfallsins en fékk engin svör. Ég fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það, þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar, og á Fréttablaðinu eftir því sem ég best veit. En engin svör frá hinum og svo brjóta þau löglega boðað verkfall. Þetta er með ólíkindum.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir mikil óánægja meðal blaðamanna Mbl.is með þá staðreynd að blaðamenn Morgunblaðsins og verktakar hafi skrifað inn á vefinn á meðan vinnustöðvun stóð. Samtök atvinnulífsins hafa sent aðra túlkun á því hverjir mega vinna.Verið að brjóta niður blaðamenn „Okkar lögmaður er með aðra túlkun. En þetta er eitthvað sem ég hefði viljað fara yfir í aðdraganda verkfallsins svo það væri hægt að leysa þessi mál og það kæmu ekki leiðindi út úr þessu. Blaðamenn eru að berjast fyrir kröfum sínum, þeir hafa til þess heimild samkvæmt lögum að boða vinnustöðvun, og það er verið að brjóta það niður með þessum hætti.“ Samningar hafa náðst við minni miðla. „Það var samið við Stundina í gær. Ég á von á því að það verði niðurstaða af viðræðum við DV í dag. Ég var á viðræðufundi með Bændablaðinu í gær og hef verið á fundi með Viðskiptablaðinu. Þetta gengur mjög vel. Þessir litlu miðlar, þetta vefst þeim ekki í augum þessa hóflegu launabætur sem verið er að fara fram á.“Eru einhverjar viðræður í gangi eða framundan?„Það er ekkert boðað formlega. Ég hef verið í óformlegum samtölum við SA en það hefur ekkert komið út úr því og ég er mjög svartsýnn.“
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira