Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 06:15 Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Nordicphotos/Getty Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira