Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 19:00 Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira