Viðsnúningur í umsóknum útlendinga um vernd á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 19:00 Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Undanfarin misseri hefur orðið viðsnúningur í uppruna þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Umsækjendur frá skilgreindum öruggum ríkjum eru nú í minnihluta en voru meirihluti umsækjenda áður. En allar umsóknir sem afgreiddar hafa verið frá Venesúela á árinu hafa verið samþykktar. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var 816 umsóknum um alþjóðlega vernd lokið hjá stofnuninni um miðjan síðasta mánuð frá áramótum. Þorsteinn Gunnarsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að rekja megi viðsnúning í umsóknum megi rekja til breyttra áherslna í vinnubrögðum. Allar áttatíu og fjórar umsóknirnar frá Venesúela voru afgreiddar með því að veita fólki vernd hér á landi.Hvernig stendur á því? „Við erum að afgreiða þessi mál hjá okkur í gegnum svo kallaða forgangsmeðferð. Gerum það vegna tilmæla frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hefur metið ástandið í Venesúela mjög slæmt og ótryggt á undanförnum misserum,” segir Þorsteinn. Venesúelar þurfi ekki áritun til Evrópu og geti því sótt um vernd hvar sem þeir kjósi í álfunni og langflestir mæti með vegabréf sín þannig að auðvelt sé að staðfesta uppruna þeirra og rekja ferðalag þeirra. Mál þeirra séu því yfirleitt afgreidd á nokkrum dögum. Næst flestir þeirra sem fá vernd hér á landi koma frá Írak eða 28, 20 frá Afganistan, sextán frá Palestínu, 15 frá Sýrlandi og 14 frá Íran. Flestar voru umsóknirnar frá Írak eða 145 og lauk stórum hluta þeirra með öðrum hætti en vernd hér á landi.Þannig var 35 umsóknum synjað frá fólki þaðan ásamt 33 frá Moldavíu og 18 frá Albaníu sem telst vera öruggt ríki. Þá fengu 37 frá Írak vernd í öðru ríki, eins og 23 frá Afganistan, 8 frá Íran og tveir frá Palestínu. Tæplega eitt hundrað í hópi fjölmennustu umsóknanna var endursendur til annars lands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Alger viðsnúningur hefur átt sér stað varðandi umsóknir frá svo kölluðum öruggum ríkjum, sem fyrir 2017 voru um 80 prósent umsókna en eru nú 20 prósent.Af hverju telur þú að þessi þróun hafi átt sér stað? „Frá og með haustinu 2017 tókum við upp forgangsmeðferð gagnvart þessum ríkjum. Þar sem við lögðum áherslu á að afgreiða málin mjög hratt í gegnum kerfið hjá okkur. Í kjölfar þess fækkaði þessum umsóknum hlutfallslega hjá okkur verulega,” segir Þorsteinn Gunnarsson.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira