Hálkan getur leynst víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 07:00 Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Vísir/vilhelm Veðurfræðingur biður ferðalanga að hafa í huga að hálka geti leynst víða á landinu í dag, ýmist vegna þess að bleyta gærdagsins hafi frosið í glæran ís eða vegna snjóþekju. Austlæg átt verður annars ráðandi í dag og sums staðar slydda. Vindur verður yfirleitt hægur þó hann geti náð um 10 metrum á Vestfjörðum og með suðurströndinni. Á suðaustanverðu landinu verður slydda eða snjókoma viðloðandi í allan dag. „Á Vesturlandi er farið að létta til og ætti að verða þokkalega bjart þegar kemur fram á daginn. Á norðanverðu landinu hefur verið lítlsháttar snjómugga í nótt, en það ætti að stytta upp á næstu klukkustundum og rofa til síðdegis á þeim slóðum. Það er frost um mestallt land, en hiti gæti náð að skríða yfir frostmarkið á sumum stöðum við sjóinn yfir hádaginn.“ Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kalt var í nótt og frysti á blautum vegum. Hálkuviðvörun er enn í gildi á vef Veðurstofunnar. Á morgun og fimmtudag er áfram útlit fyrir hæglætisveður víðast hvar á landinu, úrkomulítið og bjart á köflum. „Að lokum má nefna að spár gera ráð fyrir að hvessi á sunnanverðu landinu á föstudag með úrkomu (rigning eða slydda á láglendi), en þurrt og skaplegri vindur norðantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð er í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi og á Reykjanesbraut.Yfirlit: Vetrarfærð er í öllum landshlutum, éljagangur er á Norðaustur- og Austurlandi en snjókoma á Suðausturlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 5, 2019 Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg átt 3-8 m/s, úrkomulaust og bjart á köflum, en 8-13 og él með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.Á fimmtudag:Suðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma á Vestfjörðum og stöku él sunnanlands, en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt á sunnanverðu landinu með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, þurrt og vægt frost.Á laugardag:Austan 8-13, en 13-18 syðst. Bjartviðri norðan- og vestanlands, en rigning eða slydda suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.Á sunnudag og mánudag:Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Veðurfræðingur biður ferðalanga að hafa í huga að hálka geti leynst víða á landinu í dag, ýmist vegna þess að bleyta gærdagsins hafi frosið í glæran ís eða vegna snjóþekju. Austlæg átt verður annars ráðandi í dag og sums staðar slydda. Vindur verður yfirleitt hægur þó hann geti náð um 10 metrum á Vestfjörðum og með suðurströndinni. Á suðaustanverðu landinu verður slydda eða snjókoma viðloðandi í allan dag. „Á Vesturlandi er farið að létta til og ætti að verða þokkalega bjart þegar kemur fram á daginn. Á norðanverðu landinu hefur verið lítlsháttar snjómugga í nótt, en það ætti að stytta upp á næstu klukkustundum og rofa til síðdegis á þeim slóðum. Það er frost um mestallt land, en hiti gæti náð að skríða yfir frostmarkið á sumum stöðum við sjóinn yfir hádaginn.“ Í gær var varað við því að mikil hálka myndist á vegum og gangstéttum sunnan- og suðvestanlands í nótt og nú í morgun. Þar sé höfuðborgarsvæðið með talið. Kalt var í nótt og frysti á blautum vegum. Hálkuviðvörun er enn í gildi á vef Veðurstofunnar. Á morgun og fimmtudag er áfram útlit fyrir hæglætisveður víðast hvar á landinu, úrkomulítið og bjart á köflum. „Að lokum má nefna að spár gera ráð fyrir að hvessi á sunnanverðu landinu á föstudag með úrkomu (rigning eða slydda á láglendi), en þurrt og skaplegri vindur norðantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð er í öllum landshlutum, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Greiðfært er á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi og á Reykjanesbraut.Yfirlit: Vetrarfærð er í öllum landshlutum, éljagangur er á Norðaustur- og Austurlandi en snjókoma á Suðausturlandi. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) November 5, 2019 Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Austlæg átt 3-8 m/s, úrkomulaust og bjart á köflum, en 8-13 og él með suðurströndinni. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en frostlaust við suður- og vesturströndina.Á fimmtudag:Suðlæg átt 3-8 m/s. Dálítil slydda eða snjókoma um tíma á Vestfjörðum og stöku él sunnanlands, en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt á sunnanverðu landinu með rigningu eða slyddu. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðantil, þurrt og vægt frost.Á laugardag:Austan 8-13, en 13-18 syðst. Bjartviðri norðan- og vestanlands, en rigning eða slydda suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.Á sunnudag og mánudag:Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 0 til 8 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira