Erlent

Lindsay Hoyle valinn nýr forseti breska þingsins

Eiður Þór Árnason skrifar
Lindsay Hoyle var dreginn í sæti sitt að loknum fjórum kosningaumferðum.
Lindsay Hoyle var dreginn í sæti sitt að loknum fjórum kosningaumferðum. Vísir/AP
Lindsay Hoyle, þingmaður Verkamannaflokksins, var í kvöld kjörinn nýr forseti neðri málstofu breska þingsins. Hoyle, sem hefur lengi átt sæti á þinginu fyrir Verkamannaflokkinn, tekur nú við af John Bercow sem hefur gegnt stöðunni í alls tíu ár.

Hoyle var valinn af þingmönnum úr hópi sjö frambjóðenda til að leysa hinn litríka og umdeilda Becrow af hólmi. Hann hlaut 325 af 540 greiddum atkvæðum í lokaumferð kjörsins og bar sigur úr býtum gegn Chris Bryant, félaga sínum úr Verkamannaflokknum.

Sjá einnig: Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna

Að kjörinu loknu var hinn nýkjörni forseti dreginn tregafullur á svip í stól forsetans af samstarfsfélögum sínum. Um er að ræða forna hefð sem nær aftur til þess tíma þegar forseti neðri málstofunnar átti á hættu á að verða dæmdur til dauða fyrir að vanþóknast konungsvaldinu.


Tengdar fréttir

Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna

Breskir stjórnmálamenn leggja nú línurnar fyrir kosningar. Hagfræðingur hjá fréttaveitunni Bloomberg segist búast við því að Íhaldsflokkurinn sigri og sigli útgöngunni úr Evrópusambandinu í höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×