Hann fékk ástríkt og gott uppeldi á Íslandi og ólst upp á Vopnafirði með tveimur eldri systkinum sínum og segist engan áhuga hafa haft á því að finna ræturnar í Gvatemala fyrr en hann settist niður fyrir framan sjónvarpið fyrir tveimur árum og horfði á Leitina að upprunanum.
Á Stöð 2 í gærkvöldi var fjallað um leit Sigurðar að fjölskyldu sinni í Gvatemala en þetta var seinni þátturinn um mál Donna. Í þættinum fór Sigurður í tvær heimsóknir til að hitta ættingja sína en til að byrja með fór hann til systra sinna tveggja. Þar var blásið til veislu og skemmtilegt atvik átti sér stað í teitinu.
Þegar í ljós kom að Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, átti afmæli var komið fram með rjómatertu. Einnig var sýnt frá sérstakri afmælishefð í Gvatemala og þá lenti Egill heldur betur í því eins og sjá má hér að neðan.