„Sérstakir samningar“ upp á allt að 4,2 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Seðlabankinn hefur reynt að verja fjárhæð sem nemur 1,5% af launum til fræðslumála starfsfólks árlega. Vísir/vilhelm Sex af átta starfsmönnum Seðlabanka Íslands, sem fengið hafa „sérstaka samninga“ vegna námsstyrkja frá árinu 2015, starfa enn í Seðlabankanum. Hver samningur hefur kostað bankann frá einni milljón til 4,2 milljóna, fyrir utan einn sem var töluvert hærri. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Samningur sem Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, árið 2016 var loks afhentur fyrr í mánuðinum, að undangengnum málaferlum bankans gegn blaðamanni Fréttablaðsins.Sjá einnig: „Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Samningurinn varðaði styrk til háskólanáms Ingibjargar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og er hann metinn á rúmar átján milljónir króna. Í samningnum var gerð krafa um að Ingibjörg starfaði fyrir bankann í a.m.k. tvö ár, sem að endingu urðu fjögur. Ekki var þó gerð krafa um vinnuframlag af hálfu Ingibjargar að námi loknu.Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur.Vísir/VilhelmMár sagði í samtali við Vísi í síðasta mánuði að margir samningar af þessum meiði hafi verið gerðir í Seðlabankanum og þar af nokkrir í tíð hans sem seðlabankastjóra. Þá hafi enn fremur verið gerður samningur um námsstyrk við Má sjálfan þegar Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri. Þá kvaðst hann afar staðfastur í þeirri skoðun sinni að samningurinn hefði verið mikið heillaspor fyrir bankann. Eftir að Seðlabankanum var gert að afhenda samninginn sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, í samtali við RÚV að samningurinn væri „sérstakur gjörningur“. Þá taldi Gylfi samninginn einsdæmi innan bankans. 3,5 milljónir í stutt námskeið innanlands Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis um námsstyrki bankans segir að bankinn hafi sett sér fræðslustefnu þar sem „starfsmenn eru hvattir til að taka frumkvæði og ábyrgð til að bæta þekkingu og færni í starfi.“ Til að ná þeim markmiðum hafi bankinn reynt að verja árlega til fræðslumála starfsfólks fjárhæð sem nemur 1,5% af greiddum launum. Reyndin hafi verið aðeins undir því markmiði. Í flestum tilvikum sé um að ræða stutt fræðslu- og endurmenntunarnámskeið sem fjöldi starfsmanna hafi tekið þátt í. Samanlagður kostnaður á árinu 2018 vegna námskeiða af þessu tagi innanlands nam þremur og hálfri milljón króna.Þá séu ekki gerðir sérstakir samningar um styttri námskeiðin.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins,Fréttablaðið/ValliEinn sérstakra styrkþega enn í framhaldsnámi Bankinn hafi hins vegar í nokkrum tilvikum á undanförnum árum stutt starfsmenn til framhaldsnáms samhliða starfi eða með kröfu um vinnuframlag, líkt og í tilfelli Ingibjargar. Í einhverjum tilvikum hafi erlendir háskólar sóst eftir starfsmönnum seðlabanka í nám og þá fellt niður skólagjöld að hluta. Fjárútlát bankans vegna sérstakra samninga af þessu tagi, þ.e. um lengra og dýrara nám, frá árinu 2015 voru á bilinu frá einni milljón króna og upp í 4,2 milljónir króna fyrir hvern samning fyrir sig. Þar er ekki meðtalinn samningurinn við Ingibjörgu, líkt og fram hefur komið, en ljóst er að hann stendur sér á báti og varðar töluvert hærri fjárhæðir en aðrir samningar sem hér eru nefndir. Í svari Seðlabankans segir að alls hafi verið gerðir sérstakir samningar við átta starfsmenn bankans og þar af séu sex í starfi hjá Seðlabankanum. Þá stundar einn enn framhaldsnám erlendis og annar, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, starfar erlendis. Seðlabankinn Tengdar fréttir Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 „Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. 23. október 2019 21:00 Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sex af átta starfsmönnum Seðlabanka Íslands, sem fengið hafa „sérstaka samninga“ vegna námsstyrkja frá árinu 2015, starfa enn í Seðlabankanum. Hver samningur hefur kostað bankann frá einni milljón til 4,2 milljóna, fyrir utan einn sem var töluvert hærri. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Samningur sem Már Guðmundsson þáverandi seðlabankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, árið 2016 var loks afhentur fyrr í mánuðinum, að undangengnum málaferlum bankans gegn blaðamanni Fréttablaðsins.Sjá einnig: „Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Samningurinn varðaði styrk til háskólanáms Ingibjargar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og er hann metinn á rúmar átján milljónir króna. Í samningnum var gerð krafa um að Ingibjörg starfaði fyrir bankann í a.m.k. tvö ár, sem að endingu urðu fjögur. Ekki var þó gerð krafa um vinnuframlag af hálfu Ingibjargar að námi loknu.Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur.Vísir/VilhelmMár sagði í samtali við Vísi í síðasta mánuði að margir samningar af þessum meiði hafi verið gerðir í Seðlabankanum og þar af nokkrir í tíð hans sem seðlabankastjóra. Þá hafi enn fremur verið gerður samningur um námsstyrk við Má sjálfan þegar Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri. Þá kvaðst hann afar staðfastur í þeirri skoðun sinni að samningurinn hefði verið mikið heillaspor fyrir bankann. Eftir að Seðlabankanum var gert að afhenda samninginn sagði Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans, í samtali við RÚV að samningurinn væri „sérstakur gjörningur“. Þá taldi Gylfi samninginn einsdæmi innan bankans. 3,5 milljónir í stutt námskeið innanlands Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis um námsstyrki bankans segir að bankinn hafi sett sér fræðslustefnu þar sem „starfsmenn eru hvattir til að taka frumkvæði og ábyrgð til að bæta þekkingu og færni í starfi.“ Til að ná þeim markmiðum hafi bankinn reynt að verja árlega til fræðslumála starfsfólks fjárhæð sem nemur 1,5% af greiddum launum. Reyndin hafi verið aðeins undir því markmiði. Í flestum tilvikum sé um að ræða stutt fræðslu- og endurmenntunarnámskeið sem fjöldi starfsmanna hafi tekið þátt í. Samanlagður kostnaður á árinu 2018 vegna námskeiða af þessu tagi innanlands nam þremur og hálfri milljón króna.Þá séu ekki gerðir sérstakir samningar um styttri námskeiðin.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins,Fréttablaðið/ValliEinn sérstakra styrkþega enn í framhaldsnámi Bankinn hafi hins vegar í nokkrum tilvikum á undanförnum árum stutt starfsmenn til framhaldsnáms samhliða starfi eða með kröfu um vinnuframlag, líkt og í tilfelli Ingibjargar. Í einhverjum tilvikum hafi erlendir háskólar sóst eftir starfsmönnum seðlabanka í nám og þá fellt niður skólagjöld að hluta. Fjárútlát bankans vegna sérstakra samninga af þessu tagi, þ.e. um lengra og dýrara nám, frá árinu 2015 voru á bilinu frá einni milljón króna og upp í 4,2 milljónir króna fyrir hvern samning fyrir sig. Þar er ekki meðtalinn samningurinn við Ingibjörgu, líkt og fram hefur komið, en ljóst er að hann stendur sér á báti og varðar töluvert hærri fjárhæðir en aðrir samningar sem hér eru nefndir. Í svari Seðlabankans segir að alls hafi verið gerðir sérstakir samningar við átta starfsmenn bankans og þar af séu sex í starfi hjá Seðlabankanum. Þá stundar einn enn framhaldsnám erlendis og annar, Ingibjörg Guðbjartsdóttir, starfar erlendis.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 „Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. 23. október 2019 21:00 Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
„Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. 23. október 2019 21:00
Ummæli sæma ekki formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins furðar sig á viðbrögðum Gylfa Magnússonar, formanns bankaráðs Seðlabankans, varðandi nýtt frumvarp sem ætlað er að einfalda samkeppnisl 22. október 2019 06:00