Mannréttindaskrifstofan rær lífróður Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Áslaug Arna Sigurbjö¶rnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira