Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Hún segir ekkert hafa gripið hana í fallinu en rætt verður við hana í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þar fjöllum við líka um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjaskjalanna og hittum tíu ára gamla sýrlenska stúlku sem er ein 450 kvenna sem taka þátt í heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu.
Loks verður rætt við Íslending sem búið hefur í Ástralíu í 29 ár en hann segir gróðureldana sem þar geisa þá verstu sem hann man eftir. Erfitt sé að sjá fram á að tapa öllu sem maður á, jafnvel lífinu. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu
Kristín Ólafsdóttir skrifar