Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:00 Þeir Helgi Þorsteinsson, Guðni Guðbergsson, Ingi Rúnar Jónsson og Gísli Ásgeirsson við hrognagröftinn í gaddinum. Mynd aðsend/Strengur Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira