Langar að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 06:23 Fegurðardrottningin Hugrún Birta Egilsdóttir segir að glíman sem hún æfir byggi á líkamlegri tækni og þjálfun hugans. Mynd/Kévin Pagès „Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“ Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira
„Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“
Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Sjá meira
Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00