Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar. Mynd/Kubbafabrikkan Arkitetar - Tindar Hótel „Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“