Jaguar I-Pace hlaut Gullna stýrið sem besti sportjeppinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Jaguar I-Pace Vísir/Jaguar Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú „Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.Úrslitin réðust á Lausitzring brautinniVerðlaunin koma í kjölfar lokaprófana fulltrúa dómnefndar á þeim bílum sem komu til greina í úrslitunum þar sem Audi Q3 og Seat Tarraco voru teknir til kostanna auk I-Pace á Lausitzring akstursbrautinni. Meðal dómnefndarmanna voru ökuþórarnir Hans-Joachim Stuck og Mattias Ekström. Þetta er þriðja „Gullna stýrið“ sem Jaguar hlotnast fyrir bíla sína í Þýskalandi, en 2013 féll það í skaut F-Type og 2016 fékk XF verðlaunin.I-Pace á sér enga fyrirmyndHreini rafbíllinn Jaguar I-PACE var hannaður og þróaður frá grunni í Bretlandi þar sem markmið hönnuða var að búa til „besta mögulega rafbílinn sem komið hefði fram“ eins og því var lýst í veganesti yfirmanna fyrirtækisins til verkfræðideildar Jaguar. Miðað við viðtökurnar sem I-Pace hefur fengið frá frumsýningu hans hefur þeim tekist vel upp. Meðal verðlauna sem I-Pace hefur hlotið á árinu nefna „Bíl ársins“ í Þýskalandi (GCOTY 2019), „Bíl ársins í Evrópu“ (Europe Car of the year), „Heimsbíl ársins“ (World Car of the year) og loks „Bíl ársins“ sem Bandalag íslenskra bílablaðamanna kaus I-Pace fyrur fáeinum vikum.Forsvarsmenn Jaguar veita Gullna stýrinu viðtökur.Vísir/JaguarMikil drægni og orka I-PaceI-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora og 90kW rafhlöðu sem unnt er að hlaða frá 0-80% á rúmum 40 mínútum með DC 100kW hleðslutæki. Bíllinn er um 400 hestöfl og skila mótorarnir allt að 696Nm togi sem skila bílnum í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,5 sekúndum. Drægni I-Pace er um 470 km (WLTP) og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum.Tilnefningar frá milljónum lesendaMilljónir áskrifenda að Auto Bild og systurblaða þess í öðrum Evrópulöndum ásamt lesendum sunnudagsblaðsins Bild am Sonntag tilnefna árlega hvaða bílar hljóti aðalverðlaun ársins, the Golden Steering Wheel Award, á árinu í hverjum flokki fyrir sig. Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú „Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.Úrslitin réðust á Lausitzring brautinniVerðlaunin koma í kjölfar lokaprófana fulltrúa dómnefndar á þeim bílum sem komu til greina í úrslitunum þar sem Audi Q3 og Seat Tarraco voru teknir til kostanna auk I-Pace á Lausitzring akstursbrautinni. Meðal dómnefndarmanna voru ökuþórarnir Hans-Joachim Stuck og Mattias Ekström. Þetta er þriðja „Gullna stýrið“ sem Jaguar hlotnast fyrir bíla sína í Þýskalandi, en 2013 féll það í skaut F-Type og 2016 fékk XF verðlaunin.I-Pace á sér enga fyrirmyndHreini rafbíllinn Jaguar I-PACE var hannaður og þróaður frá grunni í Bretlandi þar sem markmið hönnuða var að búa til „besta mögulega rafbílinn sem komið hefði fram“ eins og því var lýst í veganesti yfirmanna fyrirtækisins til verkfræðideildar Jaguar. Miðað við viðtökurnar sem I-Pace hefur fengið frá frumsýningu hans hefur þeim tekist vel upp. Meðal verðlauna sem I-Pace hefur hlotið á árinu nefna „Bíl ársins“ í Þýskalandi (GCOTY 2019), „Bíl ársins í Evrópu“ (Europe Car of the year), „Heimsbíl ársins“ (World Car of the year) og loks „Bíl ársins“ sem Bandalag íslenskra bílablaðamanna kaus I-Pace fyrur fáeinum vikum.Forsvarsmenn Jaguar veita Gullna stýrinu viðtökur.Vísir/JaguarMikil drægni og orka I-PaceI-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora og 90kW rafhlöðu sem unnt er að hlaða frá 0-80% á rúmum 40 mínútum með DC 100kW hleðslutæki. Bíllinn er um 400 hestöfl og skila mótorarnir allt að 696Nm togi sem skila bílnum í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,5 sekúndum. Drægni I-Pace er um 470 km (WLTP) og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum.Tilnefningar frá milljónum lesendaMilljónir áskrifenda að Auto Bild og systurblaða þess í öðrum Evrópulöndum ásamt lesendum sunnudagsblaðsins Bild am Sonntag tilnefna árlega hvaða bílar hljóti aðalverðlaun ársins, the Golden Steering Wheel Award, á árinu í hverjum flokki fyrir sig.
Bílar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent