Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:53 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja í yfirlýsingu eftir Kveik í gær ekki halda vatni. Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson. Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira