Þær kunnu söguna utan að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Sigurgeir að afhenda afastelpunum, Sögu Björgvinsdóttur, Lovísu Jarlsdóttur og Birtu Björgvinsdóttur, bókina. Sunna myndskreytir fylgist með. Mynd/Óskar Pétur Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Upphafið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ég að hlusta á útvarpið og þar var verið að lesa sögu. Ég man ekkert lengur hver las en ég varð hrifinn af sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, kennari í Vestmannaeyjum, er ég bið hann að segja frá tilurð nýrrar bókar sem hann á vissan heiður af. „Þetta var gamalt íslenskt ævintýri, ég hef hvergi séð það á prenti en lagði það á minnið. Svo kom að því að ég fór að segja afadætrum mínum það á kvöldin, nennti ekki að lesa fyrir þær og vildi heldur segja frá. Sagan komst strax í uppáhald og ýtti Rauðhettu, Búkollu og Mjallhvíti út af borðinu. Alltaf vildu þær heyra af henni Helgu en kunnu söguna utan að.“ Sigurgeir segir Guðjón Inga í bókaútgáfunni Hólum hafa viljað gefa út söguna. „Ég fékk fimmtán ára frænku mína, sem heitir Sunna Einarsdóttir, til að myndskreyta hana. Hún er flink. Þetta er samt í fyrsta skipti sem hún teiknar svona myndir, yfirleitt er hún meira í fígúrum.“ Í nýju útgáfunni heitir sagan Munaðarlausa stúlkan og fjallar um litlu munaðarlausu stúlkuna Helgu sem er alin upp hjá vandalausum sem koma ekki vel fram við hana. „En Helga er góð við þá sem eru fátækir og eiga bágt og nýtur þess í sögulok,“ segir Sigurgeir. „Þetta er eitt af þessum góðu, sígildu ævintýrum. Þeim sem eru góðir við aðra er umbunað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Vestmannaeyjar Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira