Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Veiðihús Strengs við Selá. Fréttablaðið/Ernir Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira