Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 07:15 Veiðihús Strengs við Selá. Fréttablaðið/Ernir Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. Frumvarpið sem nú er til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins gengur meðal annars út á að bæta minnihlutavernd í veiðifélögum. Er þar lagt til að sami aðili eða tengdir aðilar geti ekki farið með meira en 30 prósent atkvæða í veiðifélagi. Þar sem tvo þriðju hluta atkvæðisbærra félagsmanna þurfi til að samþykktir séu löglega gerðar eða þeim breytt, sé tryggt að enginn einn aðili geti staðið í vegi fyrir breytingum. Í umsögn sem Strengur hefur sent atvinnuveganefnd segir að verði ákvæðið að lögum muni það skerða verulega hagsmuni félagsins sem og móðurfélagsins Halicilla. Að mati félagsins standast umræddar breytingar hvorki stjórnarskrá né alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Með því að takmarka atkvæðarétt sé ekki verið að vernda rétt minnihluta heldur skapa aðstæður þar sem minnihlutaeigendur gætu ráðið yfir veiðifélagi. Ljóst sé að ráðherra sé ekki að gæta meðalhófs með þessum tillögum. Breytingarnar muni bitna á örfáum aðilum og mögulega aðeins Streng. Ástæða sé til að ætla að þjóðerni hafi áhrif á gildissvið frumvarpsins. Landssamband veiðifélaga segir í sinni umsögn að vissulega kunni að vera teikn á lofti um að jarðakaup séu vaxandi vandamál. Hins vegar þurfi að greina umfang hins meinta vanda og hvort hægt sé að tryggja vernd minnihluta með öðrum leiðum. Sambandið leggst því að svo stöddu gegn umræddum breytingum. Þá kemur fram gagnrýni, bæði í umsögn Strengs og í umsögn Landssambands veiðifélaga, á samráðsleysi við gerð frumvarpsins.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira