Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar skemmtu sér konunglega á tónleikum Auðar. vísir/hallgerður Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00