Ósáttur við leigubílafrumvarp sem opnar dyrnar fyrir Uber og lyft Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira