Atli Fanndal flúði Reykjavík eftir einelti skólafélaga Heiðar Sumarliðason skrifar 30. nóvember 2019 12:15 Atli Þór Fanndal hefur látið til sín taka í umræðu um Samherjamálið. Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna. Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Atli Þór Fanndal vakti heldur betur athygli fyrir vasklega framgöngu í Silfrinu á RÚV um síðustu helgi, þegar hann saumaði að þingmanninum Jóni Gunnarssyni. Þar var hann á endanum stöðvaður af stjórnanda þáttinarins, Agli Helgasyni, sem vildi ekki leyfa honum að tala meira um hagi þingmannsins. Atli Þór er einn af gestum Heiðars Sumarliðasonar og Snæbjörns Brynjarssonar í útvarpsþættinum Eldi og brennisteini á X977.Atli er fyrrverandi blaðamaður og lærði fagið við Edinburgh Napier University. Hann hefur meðal annars unnið fyrir DV og Kvennablaðið en býr nú í borginni Brno í Tékklandi, þar sem hann er sjálfstætt starfandi pólitískur ráðgjafi. Á uppvaxtarárum sínum bjó hann í Grafarvogi og gekk í Foldaskóla. Hann fór hins vegar í framhaldsskóla á Norðurlandi.Egill Helgason vildi ekki leyfa Atla að telja upp sakir þingmannsins.„Ég var lagður í gríðarlegt einelti í grunnskóla og þetta var ákveðin leið til að komast í nýtt umhverfi,“ segir Atli og vill meina að hann hafi haft mjög gott af því að kúpla sig út og komast frá borginni.„Svo er stór þáttur sem hafði mikil áhrif á þetta og mótar líka réttlætiskennd mína, að ég er tvíkynhneigður, eða sem sagt pankynhneigður, eða hvað sem þú myndir kalla það,“ segir Atli og rifjar upp neikvæð viðhorf til hinsegin fólks þegar hann var að alast upp.„Það eru náttúrulega allir búnir að gleyma þessu núna, því það eru allir svo hrikalega stoltir af hvað við erum frábær að fíla hinsegin fólk en það er bara mjög stutt síðan ástandið var ömurlegt.“ Rólegur gaurÞó svo að Atli komi oftast fyrir sjónir almennings í átakaham segist hann lítið fyrir átök í sínu daglega lífi og almennt mjög rólegur.„Þegar þú starfar í pólitík og blaðamennsku er birtingarmynd þín sem einhver mjög harkalegur gaur. En ég er hins vegar mjög róleg týpa. Ég nenni ekki að rífast í mínu einkalífi. Ég var alinn upp við það hjá móður minni og föður að það var svolítið alvarlegt mál að hækka róminn. Það singallaði einhvernveginn að málið væri mikilvægt og ég man ekki eftir að hafa séð þau rífast mikið,“ segir Atli. Hann bætir við að fólk eigi oft erfitt með að taka hann alvarlega sé hann ósáttur, svo yfirvegað beri hann ergelsi sitt á borð. Fanndal bræðurnir Atli Þór og Huginn eru menn orðsins.En hyggur Atli á pólitískt framboð? „Nei, það hygg ég ekki á. Ég er samt alltaf að segja að fólk verði að svara kallinu um framboð þegar það berst og ég hef svolítið verið spurður út í framboð eftir ræðuna mína síðastliðinn laugardag á Austurvelli. Og þetta er ekki þetta týpíska pólitíska svar að maður eigi aldrei að útiloka neitt. Ég hef raunverulega ekki verið að velta framboði fyrir mér og hef ekki áhuga á því,“ segir Atli. Ákallið virðist því þurfa að vera þeim mun hærra eigi honum að snúast hugur. Atli Fanndal talar við mótmælendur á Austurvelli.Þess má geta að í viðtalinu kemur fram að Atli er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem hefur vakið athygli á síðustu misserum. Bróðir hans er rapparinn Huginn, sem samkvæmt Atla spilar svokallaða hippidíhopp-tónlist en hann virðist ekki deila áhuga litla bróður á hipp hoppinu. Huginn er þekktur fyrir að vera einn af Kópbois genginu ásamt Herra Hnetusmjöri, Birni og fleiri góðum. Önnur plata hans, Dögun, kom út fyrr á þessu ári. Hans þekktustu lög eru sennilega Hetjan og Klakar, sem hann rappar með Herra Hnetusmjöri. Huginn er þó ekki eini tónlistarmaðurinn í fjölskyldunni. Guðlaugur Örn Hjaltason, faðir þeirra bræðra, er gítarleikari og Sunna systir þeirra er söngkona og lagahöfundur. Sunna gaf út sína fyrstu plötu fyrr á þessu ári. Í viðtalinu fer Atli um víðan völl varðandi ástandið í íslenskum stjórnmálum og ber umhverfi þeirra saman við þeirra bresku en hann hefur meðal annars starfað þar í landi fyrir þingkonuna Annette Brooke. Hér að neðan er hægt að hlýða á þáttinn í heild sinni. Hann inniheldur lengra viðtal við Atla, spjall við Róbert I. Douglas um tíma myndabandaleiganna, viðtal við son ríkasta mann Bretlandseyja og viðtal við mjög þekktan íslenskan tónlistarmann, sem er frægur fyrir sína einstöku snyrtimennsku og skoðanir á kynbótum manna.
Eldur og brennisteinn Samherjaskjölin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“