Boðar frumvarp um hlutdeildarlán Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. nóvember 2019 06:15 Ásmundur Einar Daðason á húsnæðisþingi í gær. Fréttablaðið/Ernir „Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, á húsnæðisþingi sem fram fór í gær. Er þetta í þriðja sinn sem þingið er haldið en yfirskrift þess nú var „Þjóð undir þaki – jafnrétti og jafnvægi á húsnæðismarkaði“. Samhliða þinginu kom út skýrsla Íbúðalánasjóðs um stöðu og þróun húsnæðismála. Í skýrslunni kemur fram að í landinu séu rúmlega 140 þúsund heimili og heildarverðmæti þeirra samkvæmt fasteignamati næsta árs rúmir 6.200 milljarðar. Hrein eign heimila í íbúðarhúsnæði er um 3.700 milljarðar og hefur eignarhlutinn aukist um 17 prósent milli ára. Þá búa um 72 prósent í eigin húsnæði og 17 prósent á leigumarkaði samkvæmt leigumarkaðskönnun sem gerð var síðastliðið sumar. Ásmundur Einar boðaði á þinginu frumvarp um svokölluð hlutdeildarlán. Er þar um breska fyrirmynd að ræða en á þinginu fór Kenneth Cameron, frá ráðuneyti húsnæðismála í Bretlandi, yfir framkvæmd og reynslu þar. „Slík hlutdeildarlán eða eiginfjárlán eiga að brúa bilið fyrir þá sem eiga þess ekki kost að safna sér fyrir útborgun í íbúð. Ríkið lánar ákveðnum kaupendahópum fé fyrir hluta af útborguninni og fær það svo endurgreitt við sölu eignarinnar eða þegar kaupandinn endurfjármagnar lánið,“ sagði Ásmundur Einar. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að fjöldi slíkra lána á ári gæti orðið á bilinu 350 til 1.000.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira